DESIGNED BY JOOMLATD

 

Eins og fram hefur komið verður mótsstkrá Unglingameistaramóts Íslands 2014 í miðju dagskrár N4 sem kemur út næstkomandi miðvikudag og er samtals 16 síður. 11.500 eintökum er dreift frá Vopnafirði til Blöndósar og 500 eintökum verður dreift á mótinu.

 

 

Mótanefnd Unglingameistaramóts Íslands 2014 hefur tekið ákvörðun um að falla frá því að 3. grein í alpagreinum á mótinu verði super G. Ástæðan er að mótshaldarar treysta sér ekki til þess að keppnin fari fram án þess að farið verði eftir FIS reglum eins og ber að gera í mótahaldi SKÍ. Þessi ákvörðun var tekin eftir að  athugasemdir voru gerðar við áform mótshaldara um að farið yrði eftir FIS reglum varðandi búnaðarmál. Því hefur verið ákveðið að þriðja grein í alpagreinum á mótinu verði blandsvig (kombi SL/GS)sem áður var auglýst sem varagrein .

 

 

 

Við minnum á að skráningarfrestur á UMÍ 2014 er til kl. 18 fimmtudaginn 20. mars. Skráningar vegna alpagreina skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en vegna skíðagöngu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Upplýsingar um mótahaldið veitir Óskar Óskarsson en hægt er að hafa samband við hann á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 898-3589 eftir kl. 20 á kvöldin.

Nú liggur fyrir að mestur áhugi er að keppa í risasvigi sem þriðju grein í alpagreinum á UMÍ 2014. Mótsstjórn hefur því ákveðið að keppt verður í risasvigi en til vara verður keppt í blandsvigi. Keppt verður í risasviginu í Stallabrekku í Böggvisstaðafjalli á Dalvík þar sem fallhæðin er um 300 metrar.

Undirbúningur fyrir Unglingameistaramót Íslands 2014 er í fullum gangi og er nú fundað vikulega í mótsstjórninni. Skoðanakönnun um þriðju grein alpagreina er í fullum gangi og eru línur að byrja að skýrast. Ekkert mun þó liggja fyrir í þeim efnum fyrr en eftir Jónsmót sem fram fer á Dalvík dagana 28. febrúar til 1. mars.

Eins og fram hefur komið þá verður þriðja grein í alpagreinum á Unglingameistaramótinu Super G. Við hvetjum keppendur til að kynna sér reglur varðandi Super G í reglum FIS. Í flokki 14-15 ára eru reglurnar þessar: Lágmarkslengd skíða er 175 cm með lagmark 27 metra radíus.

Í flokki 12-13 ára eru engar reglur varðandi lengdir og radíus og í þeim flokki geta keppendur notað stórsvigsskíðin sín og verður brautarlögn miðuð við það.

Eins og á Skíðamóti Íslands 2010 hafa náðst samningar við fjölmiðlafyrirtækið N4 um að mótsstkrá Unglingameistaramóts Íslands 2014 verði í miðju dagskrár N4 sem dreift er inn á hvert heimili á Eyjafjarðarsvæðinu og á alla stærri byggðarkjarna á norðurlandi, frá Blönduósi til Vopnafjarðar auk þess sem blaðið fer inn í öll fyrirtæki á Akureyri. Vikulegt upplag dagskrárinnar er 11.500 eintök en í Unglingameistaramótsvikuknni verða prentuð 500 eintök aukalega sem dreift verður á mótinu. Það er því ljóst að þau fyrirtæki sem áhuga hafa á að styrkja mótið með kaupum á auglýsingu í mótsblaðið fá góða auglýsingu fyrir styrkinn.

Þá er heimasíða Unglingameistaramóts Íslands 2014 komin í loftið. Hér munu á næstu dögum birtast fréttir og annað efni tengt mótinu. Verið endilega dugleg við að kíkja við hérna til að fylgjast með þróun mála fram að móti.

TOP