DESIGNED BY JOOMLATD

Nú er fyrri ferð í stórsvigi 14-15 ára lokið.

Staðan er þessi

Stúlkur

1. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir SKRR 57.17

2-3. Katla Dagbjartsdótir SKA og Andrea Birkisdóttir Dalvík 1.00.62

Drengir

1. Björn Ásgeir Guðnundsson SKRR 57.86

2. Jón Gunnar Guðmundsson SKRR 58.97

3. Bjarki Guðjónsson SKA 59.56

Seinni ferð hefst kl. 11:30

Minnum á Live-Timing frá stórsviginu í dag. Linkur til vinstri á síðunni en þar er hægt að sjá rauntíma frá keppni í stórsvigi.

Í dag hefst keppni á Unglingameistaramóti Íslands. Keppt er í stórsvigi á Dalvík í dag og hefst keppni kl. 9:45.  Í Ólafsfirði hefst keppni í skíðagöngu, hefðbundin aðferð,  kl. 12:00. Frábært veður er á báðum stöðunum, logn, sólskin og -2 gráður. Getur ekki orðið betra.

Hér að neðan er ráslisti fyrir göngu í dag, föstudaginn 28. mars.

Ráslisti göngu

Brautarstarfsmenn mæta 8:45 báða dagana.  Hitta Bikka í brekkunum á Dalvík og Ólafsfirði
Portaverðir  mæta 8:45 báða dagana. Hitta Palla í Brekkuseli á Dalvík og Tindaöxl í Ólafsfirði

Smelltu á Continue Reading til að sjá starfsmannalistann.

135 keppendur eru skráðir til leiks á Unglingameistaramótinu. 27 í skíðagöngu og 108 í alpagreinum. Töluverð aukning milli ára er í skíðagöngu sem er ánægjuleg þrónun.

Mótsstjórn UMÍ hefur ákveðið að leggja til að á fyrsta fararstjórafundi í alpagreinum verði dregið út í öllum greinum, stórsvigi, svigi og blandsvigi. Ef einhverjar athugasendir eru við það fyrirkomulag þá vinsamlegast sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

 

 

Upplýsingasími alpagreina UMÍ er 8781506. Upplýsingar um keppni morgundagsins verða settar inn 07:30.

Við biðjum keppendur að hafa með sér keykard á Unglingameistaramótið til þess að hægt sé að hlaða inn á þau aðgang að skíðasvæðinu á Dalvík mótsdagana.

Þá liggja skráningar í gönguhluta UMÍ 2014 fyrir. Við viljum biðja þjálfara/fararstjóra um að yfirfara skráningar sinna liða og gera athugasemdir ef einhverjar eru.

Þátttakendalisti - ganga

Þá ættu allar skráningar að vera komnar til mótshaldara. Til að spara tíma á fararstjórafundi viljum við biðja þjálfara og fararstjóra að yfirfara þátttakendalista í alpagreinum og koma með þær athugasemdir sem hægt er að bregðast við nú þegar, svo ekki þurfi að eyða tíma í það á fundinum, t.d. að bæta við keppendum sem vantar. Auðvitað má alltaf búast við því að einhverjar breytingar verði sem bregðast þarf við á fararstjórafundi og verður það að sjálfsögðu gert.

Þátttakendalisti - Stúlkur

Þátttakendalisti - Drengir

TOP