DESIGNED BY JOOMLATD

Articles

Print

Breytingar á þriðju grein alpagreina

 

Mótanefnd Unglingameistaramóts Íslands 2014 hefur tekið ákvörðun um að falla frá því að 3. grein í alpagreinum á mótinu verði super G. Ástæðan er að mótshaldarar treysta sér ekki til þess að keppnin fari fram án þess að farið verði eftir FIS reglum eins og ber að gera í mótahaldi SKÍ. Þessi ákvörðun var tekin eftir að  athugasemdir voru gerðar við áform mótshaldara um að farið yrði eftir FIS reglum varðandi búnaðarmál. Því hefur verið ákveðið að þriðja grein í alpagreinum á mótinu verði blandsvig (kombi SL/GS)sem áður var auglýst sem varagrein .

 

 

 

TOP