DESIGNED BY JOOMLATD

Þá er Unglingameistaramóti Íslands 2014 lokið. Mótinu lauk í dag með keppni í blandsvigi og boðgöngu. Óhætt er að segja að framkvæmd mótsins hafi gengið frábærlega, veðrið lék við okkur og hjálpaði til við að gera upplifunina eftirminnilega. Keppendur, þjálfarar og fararstjórar voru félögum sínum til sóma og lögðu sitt að mörkum til skapa frábæra stemningu yfir alla mótsdagana. Við í mótsstjórninni ákváðum strax í upphafi að reyna að fikra okkur inn á nýjar brautir hvað varðar umgjörð mótsins og teljum okkur hafa gert það og náð að setja upp glæsilegt mót frá setningarathöfn til mótsloka. Vonandi munu mótshaldarar framtíðarinnar halda áfram þeirri þróun því það er trú okkar að keppendurnir kunni vel að meta það og hafi haft gaman af því sem við gerðum hér um helgina. Að lokum viljum við þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu sín lóð á vogarskálarnar um helgina svo mótið mætti verða eins glæsilegt og raun ber vitni, án þeirra væri mótahald sem þetta ómögulegt. 

Þá er lokakeppnidagur á UMÍ 2014 runninn upp. Eins og hina tvo dagana eru aðstæður eins og best verður á kosið bæði á skíðasvæðinu á Dalvík og í Ólafsfirði. Í alpagreinum verður keppt í blandsvigi sem er ný grein hér á landi en þar er blandað saman svigi og stórsvigi. Til gamans má geta þess að í lokamóti heimbikarsins á að gera tilraun með að keyra svona grein sem verður bland af svigi, stórsvigi, risasvigi og bruni. Það er gaman fyrir okkur mótshaldara að alþjóðaskíðasambandið skuli taka þetta upp eftir okkur :-). Í göngunni verður keppt í boðgöngu í dag á Ólafsfirði sem er nokkuð hefðbundið á lokadegi stórmóta hér á landi.

1979721 10152926467115110 1051614611 n

Í dag var keppt í göngu með frjálsri aðferð á Unglingameistaramóti. Óhætt er að segja að keppnin hafi gengið frábærlega, veður og allar aðstæður voru eins og best verður á kosið og margt fólk á svæðinu. Hér má sjá úrslit dagsins í göngunni.

Nú er síðari ferð í sviginu að hefjast. Minnum á Live-timing en þar eru tímar í rauntíma.

Eins og í gær eru frábærar aðstæður, logn, sól og hiti um frostmark

Nú er fyrri ferð í svigi 14-15 ára lokið. Stöðuna eftir fyrri ferð má sjá inn á Live-Timing, linkur til vinstri á síðunni.

Start hjá 12-13 ára hefst kl. 10:45

Í dag laugardaginn 29. mars heldur keppni á Unglingameistaramóti Íslands áfram. Keppt verður í skíðagöngu og svigi í Ólafsfirði. Kreppni í svigi hefst kl. 10:00 og skíðagöngu með frjálsri aðferð kl:11:30.  Veðrið í Ólafsfirði er gott, sunnan gola og -2 gráður. Spennandi dagur framundan þar sem alpagreinarnar og skíðagangan eru við Tindaöxl.

Fyrri ferð í flokki 12-13 ára ef lokið. stöðuna má sjá inn á Live-Timing.

Seinni ferð hefst kl. 15:00.

 

Keppni í skíðagöngu með frjálsri aðferð hefst kl. 11:30. Keppnin fer fram milli ferða í sviginu.

Við viljum benda á að hægt er að fylgjast með vefmyndavélum í beinni af skíðasvæðinu í Tindaöxl.  Slóðin er tindaoxl.com.

Þá er keppni dagsins lokið á Unglingameistaramóti. Óhætt er að segja að dagurinn hafi gengið eins og í sögu, veðrið lék við okkur og aðstæður voru allar hinar bestu. Hér að neðan eru tenglar á úrslit dagsins.

Skíðaganga

Alpagreinar (smelltu á viðkomandi grein til að sjá úrslit)

Keppni í flokki 14-15 ára í stórsvigi er lokið. Hægt er að sjá úrslit undir alpagreinar hér til vinstri á síðunni.

TOP